Kominn út aftur

Þá er ég kominn aftur út til Álaborgar eftir frábært jólafrí. Það var alveg æðislegt að komast heim og vera með fjölskyldunni sinni. Við brölluðum margt saman fórum nokkrar ferðir á Borgarfjörð og fórum meðal annars í „höllina“ íþróttahús borgarinnar. Þar var spilaður skemmtilegur bolti með fullorðnum og börnum. Allir höfðu gaman af. Okkur finnst alltaf mjög notalegt að koma á Borgarfjörð. Rólegt og gott. Við lentum meðal annars í afmæli hjá Þórey Eika og fengum frábærar veitingar þar.  Mamma var nú líka með kónga veitingar eins og alltaf. Svenni bróðir var hjá okkur yfir gamlárs. Við mölluðum saman fylltan lambahrygg sem var alveg geggjaður.  Annars var þetta bara ofsalega notalegt að komast heim. Alveg frábært að hitta fólkið sitt. Ég gisti svo hjá Bjarna frænda í bænum og flaug út 7 jan. Ég gisti hjá Hjalta eina nótt í Köben. Magnað að hitta kallinn. Við hjóluðum útum allt og skemmtum okkur konunglega.  Ég er núna kominn í skólann og byrjaður að læra á fullu.  Þetta verður fljótt að líða og ég kem svo heim 1. Apríl í 5 mánuði í praktík. Skila loka ritgerðinni í lok desember. Þannig að þetta er allt að hafast. Góðar stundir.
Bjarni

Skil á verkefni

Jæja þá var ég að skila verkefninu okkar.
Í kvöld verður jólahlaðborð hjá grúppunni okkar og ég og Henning eldum matinn. Ég hlakka voðalega til að fá mér gott í kroppinn.
Svo er það nú á fimmtudaginn kl 19:00 sem ég kem heim.
Bjarin

Styttist óðum

Nú er farið að styttast verulega í að ég fari heim og hitti fjölskylduna mína. Ég hlakka svo til.
Þann 18 des birtist kallinn.
Bjarni

Jóladagatal

Sælt veri fólkið
Danir eru miklir jólaálfar eins og ég hef komið inná áður. Eitt af því sem þeim finnst ótrúlega gaman við jólin eru jóladagatölin í sjónvarpinu. Hér er nefnilega búin til jóladagatöl fyrir fullorðnafólkið líka. Eitt af því besta sem ég hef séð er The Julekalender. Þetta er algjör snilld. Þau ykkar sem leggja [...]

Í gamla daga

Í gamla daga þurfti maður að nota ímyndunaraflið meira heldur en í dag. Til að mynda áttum við í Hlíðartúninu ekki VIDEO. Lítið var um myndbönd, en með tilkomu skonrok(k)s með Þorgeiri Ástvalds var nokkur bót ráðin á. Það voru fyrst og fremst sýnd vinsæl popp lög. Þetta voru frábærir þættir, ég mætti alltaf fyrir framan sjónvarpið með kassettu tækið mitt og tók allt um. Svo var hlustað á þetta þar til spólurnar flæktust eða SHARP tækið mitt ældi þeim útúr sér. Mig langaði alltaf að verða rokk stjarna. Það voru ófá kvöldin uppí rúmi sem maður notaði til að fantasera um mikla sviðssigra. Ég var að sjálfsögðu með gítar í hönd spilaði eins og ég ætti lífið að leysa og söng eins og rokk engill. Ekkert af þessu rættist, en það var gaman á meðan á þessu stóð. Ég hlustaði mikið á DIO í gamla dag og mikið hefði maður nú haft gaman af því að sjá þetta myndband með kappanum. Góðar stundir Bjarni


Í gamla daga

Í gamla daga þurfti maður að nota ímyndunaraflið meira heldur en í dag. Til að mynda áttum við í Hlíðartúninu ekki VIDEO. Lítið var um myndbönd, en með tilkomu skonrok(k)s með Þorgeiri Ástvalds var nokkur bót ráðin á. Það voru fyrst og fremst sýnd vinsæl popp lög. Þetta voru frábærir þættir, ég mætti alltaf fyrir [...]

Verum þakklát fyrir það sem við höfum og hlúum að því.

Rúna vinkonan okkar góða á Dalvík sendi mér okkur póst með þessu myndskeiði.


Frikadeller & stuvet hvidkål

Ég var búinn að lofa uppskrift úr matarklúbbnum mínum, hún kemur hér

500 g magurt, hakkað svínakjöt (10-12%)

1 1/2 tsk. gróft salt

1 dl hafragrjón ég hafði rifnar gulrætur síðast þegar ég gerið þetta.

1 egg

2½ dl Súrmjólk

malaður pipar

15 g margarine eða olía  til steikingar



Stuvet hvidkål:
½ hvítkálshöfuð (ca. 750 g)
2 dl vant ½ tsk. salt
3 msk. hveiti
5 dl léttmjólk
Smá múskat 

 

Allir vita hvernig á að gera frikadellur

Hvidkål:
Hvítkál í strimla. sjóða í 5 min.
Bæta við 4 dl mælk og  hrista afgang af mjók saman við hveit þykkja gamsið. Látið  sjóða hægt í   5 min. Bragðbætið með salti og pipar og múskati.

Svo lætur maður á þetta kanilsykur þegar þetta er borðað. 

Alveg stórmerkileg hefð hjá Dönum en er fjári gott


Jóla stemming :)

julestemningtorv2_medium.jpgÞrátt fyrir að Elva mín telji að ég sé undarleg blanda af Jóakim Aðalönd og Trölla sem stal jólunum þá er ég farinn að hlakka verulega til. Ég er búinn að sitja í grúppu herberginu alla helgina og læra. Í dag fékk ég alveg nóg, tók til fótanna og stökk út. Það stóð blár loginn aftur úr mér. Ég hentist útá götu og hoppaði inní strætisvagn, þetta kann að hljóma fallega og liðlega en það var alls ekki þannig :) Með Ipodinn í eyrunum var ferðinni heitið í bæinn. Ég þrammaði um í tvo tíma um miðbæinn. Skoðaði jólaljós og jólaskreytingar og falleg hús. Gamla pósthúsið og gamla apótekið eru hús sem ég á eftir að sakna. Mér leið svo vel að sjá öll þessi ljóst og jólaskraut um allan bæinn. Það er meira að segja búið að setja fram jólatré. Danir fá sér snemma jólatré.  Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ekki skemmdi fyrir að hafa The mountain goats og Penguin Café Orchestra í eyrunum.
Bið að heilsa heim.

Jóla hugleiðingar


Þrátt fyrir að Elva mín telji að ég sé undarleg blanda af Jóakim Aðalönd og Trölla sem stal jólunum þá er ég farinn að hlakka verulega til. Ég er búinn að sitja í grúppu herberginu alla helgina og læra. Í dag fékk ég alveg nóg, tók til fótanna og stökk út. Það stóð blár [...]

Næsta síða »

Um bloggið

Álaborg

Höfundur

Bjarni Þór Haraldsson
Bjarni Þór Haraldsson
Er í verkfræðinámi í Álaborg í Danmörku

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...orv2_medium
  • Grifterinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband