Snjór

Fyrsti snjórinn kom og fór í dag.
Ég var ægilega kátur þegar ég sá smá snjó í morgun, þessi “snjókoma” stóð mjög stutt. Það varð hvít jörð í svona hálftíma þá var það farið.

Svo er líka svona furðufrétt. Einn félagi minn í hópnum fékk sér húðflúr í gær. Hann er bandsköllóttur og 150 Kg. tröll og [...]


Matarblogg

Ég var í matarklúbbnum mínum í kvöld. Það er á hverjum mánudegi og er rosalega gaman. Það eru stúdenta garða fólk sem sér um að skipuleggja þetta. Hver meðlimur klúbbsins borgar 30 danskar krónur. Við fengum súpu í forrétt og chilli concarné og köku í eftirrétt. Svaka fínt. Það er komið að mér og öðrum félaga næsta mánudag. Við ætlum að hafa frikadellur með hvítkáli og kanel. Eftirrétturinn verður "den du ved nok" kaka sem Louse vinkona okkar Elvu og konan hans Mads vinar Hildar Vöku gaf okkur.
Þetta er ferlega skemmtilegt fyrirkomulag og maður kynnist fólki vel.
Svo er ég að fara í mat til Mads og Louse annað kvöld það verður gaman hef ekki hitt þau lengi.


Kólnandi veður í Álaborg

HÆHÆ það er nú farið að kólna í Álaborg. Ég merki þetta á eigin skinni og líka því að köngullærnar eru farnar að smeygja sér inn. Þær eru ekkert litlar. Þetta eru svona kvikindi eins og maður sér í dýralífsþáttunum, kannski smá ýkjur.
Annars var ég á tónleikum í gærkvöldi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld. Það var líka rosalega spennandi að fylgjast með fólkinu. Hópurinn var blandaður mjög. Þarna voru mikið af törfum með garn niður á dýnur. Þetta er Bjarnízka og þarfnast kannski útskýringa: Tarfur = þykkur og mikill karlmaður. Garn = Sítt hár. Dýnur = Rass. Þessir menn voru mjög uppteknir af því að þeita flösu útum allt með miklum tilfæringum. Svo voru líka svona venjulegir plebbar eins og ég og þeir sveifluðu skallanum í staðinn. Þetta var mjög skemmtilegt. Aðalnúmer kvöldsins var Opeth sænskir rokkarar. Fanta gott kvöld.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.
Bjarni

Tilgangur fréttarinnar

Það var fyrst og fremst þakklæti sem var mér efst í huga ekki að sníkja eða betla eins og þú ýjar að. Það var heldur ekki ég sem stofnaði þennan hóp  heldur danskur vinur minn og mér fannst það bara krúttlegt og fallegt það var nú allt of sumt. Þú mátt ekki draga þá ályktun að verið sé að betla. Ég sá á skrifum þínum fyrr að þú varst að lýsa yfir þakklæti vegna Færeyinga og Pólverja, gott mál. Það er það sama og ég er að gera. Það hefur verið talað um það hvað Danir séu dónalegir við okkur á þessu tímum mig langaði að vekja athygli á því andstæða. Það er nú allt og sumt.

 


mbl.is Björgum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kundalini

 

HÆHÆ Kannist þið ekki við það að maður lítur til baka yfir farinn veg annað slagið? Þetta gerist nokkrum sinnGrifterinn minnum á lífsleiðinni gjarnan um 25-26 ára og svo uppúr fertugu.
Ég hef verið að fá svona væga útgáfu af þessum upplifunum. Það er nú þannig að það rignir þessi lifandis ósköp í henni Álaborg þessa dagana. Niðurföllin hafa illa undan og mikið af pollum á hjólastígunum. Ég var að hjóla yfir einn af þessum pollum í gær mjög langur og nokkuð djúpur. Þá hjólaði ég til baka um nokkur ár heim í Hlíðartúnið mitt. Ég var á Grifternum mínum og var svo stoltur að ég var að springa. Með þrjá gíra á handfanginu. Og ég var að leika mér að hjóla í pollum og fannst ég alveg ósigrandi. Grifterinn var besta hjól í heimi. Þetta er mynd af hjólinu mínu sem pabbi minn kom með frá Skógum á Egilsstöðum. Gleymi þessu aldrei á meðan ég dreg andann.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Um bloggið

Álaborg

Höfundur

Bjarni Þór Haraldsson
Bjarni Þór Haraldsson
Er í verkfræðinámi í Álaborg í Danmörku

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...orv2_medium
  • Grifterinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband