9.1.2009 | 11:33
Kominn út aftur
Þá er ég kominn aftur út til Álaborgar eftir frábært jólafrí. Það var alveg æðislegt að komast heim og vera með fjölskyldunni sinni. Við brölluðum margt saman fórum nokkrar ferðir á Borgarfjörð og fórum meðal annars í höllina íþróttahús borgarinnar. Þar var spilaður skemmtilegur bolti með fullorðnum og börnum. Allir höfðu gaman af. Okkur finnst alltaf mjög notalegt að koma á Borgarfjörð. Rólegt og gott. Við lentum meðal annars í afmæli hjá Þórey Eika og fengum frábærar veitingar þar. Mamma var nú líka með kónga veitingar eins og alltaf. Svenni bróðir var hjá okkur yfir gamlárs. Við mölluðum saman fylltan lambahrygg sem var alveg geggjaður. Annars var þetta bara ofsalega notalegt að komast heim. Alveg frábært að hitta fólkið sitt. Ég gisti svo hjá Bjarna frænda í bænum og flaug út 7 jan. Ég gisti hjá Hjalta eina nótt í Köben. Magnað að hitta kallinn. Við hjóluðum útum allt og skemmtum okkur konunglega. Ég er núna kominn í skólann og byrjaður að læra á fullu. Þetta verður fljótt að líða og ég kem svo heim 1. Apríl í 5 mánuði í praktík. Skila loka ritgerðinni í lok desember. Þannig að þetta er allt að hafast. Góðar stundir.
Bjarni
Bjarni
Um bloggið
Álaborg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.