1.12.2008 | 20:48
Í gamla daga
Í gamla daga þurfti maður að nota ímyndunaraflið meira heldur en í dag. Til að mynda áttum við í Hlíðartúninu ekki VIDEO. Lítið var um myndbönd, en með tilkomu skonrok(k)s með Þorgeiri Ástvalds var nokkur bót ráðin á. Það voru fyrst og fremst sýnd vinsæl popp lög. Þetta voru frábærir þættir, ég mætti alltaf fyrir framan sjónvarpið með kassettu tækið mitt og tók allt um. Svo var hlustað á þetta þar til spólurnar flæktust eða SHARP tækið mitt ældi þeim útúr sér. Mig langaði alltaf að verða rokk stjarna. Það voru ófá kvöldin uppí rúmi sem maður notaði til að fantasera um mikla sviðssigra. Ég var að sjálfsögðu með gítar í hönd spilaði eins og ég ætti lífið að leysa og söng eins og rokk engill. Ekkert af þessu rættist, en það var gaman á meðan á þessu stóð. Ég hlustaði mikið á DIO í gamla dag og mikið hefði maður nú haft gaman af því að sjá þetta myndband með kappanum. Góðar stundir Bjarni
Um bloggið
Álaborg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og góðar kveðjur yfir hafið
Líney, 3.12.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.