9.11.2008 | 21:18
Kólnandi veður í Álaborg
HÆHÆ það er nú farið að kólna í Álaborg. Ég merki þetta á eigin skinni og líka því að köngullærnar eru farnar að smeygja sér inn. Þær eru ekkert litlar. Þetta eru svona kvikindi eins og maður sér í dýralífsþáttunum, kannski smá ýkjur.
Annars var ég á tónleikum í gærkvöldi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld. Það var líka rosalega spennandi að fylgjast með fólkinu. Hópurinn var blandaður mjög. Þarna voru mikið af törfum með garn niður á dýnur. Þetta er Bjarnízka og þarfnast kannski útskýringa: Tarfur = þykkur og mikill karlmaður. Garn = Sítt hár. Dýnur = Rass. Þessir menn voru mjög uppteknir af því að þeita flösu útum allt með miklum tilfæringum. Svo voru líka svona venjulegir plebbar eins og ég og þeir sveifluðu skallanum í staðinn. Þetta var mjög skemmtilegt. Aðalnúmer kvöldsins var Opeth sænskir rokkarar. Fanta gott kvöld.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.
Bjarni
Annars var ég á tónleikum í gærkvöldi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld. Það var líka rosalega spennandi að fylgjast með fólkinu. Hópurinn var blandaður mjög. Þarna voru mikið af törfum með garn niður á dýnur. Þetta er Bjarnízka og þarfnast kannski útskýringa: Tarfur = þykkur og mikill karlmaður. Garn = Sítt hár. Dýnur = Rass. Þessir menn voru mjög uppteknir af því að þeita flösu útum allt með miklum tilfæringum. Svo voru líka svona venjulegir plebbar eins og ég og þeir sveifluðu skallanum í staðinn. Þetta var mjög skemmtilegt. Aðalnúmer kvöldsins var Opeth sænskir rokkarar. Fanta gott kvöld.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.
Bjarni
Um bloggið
Álaborg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.