Færsluflokkur: Bloggar
9.1.2009 | 11:33
Kominn út aftur
Bjarni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2008 | 20:48
Í gamla daga
Í gamla daga þurfti maður að nota ímyndunaraflið meira heldur en í dag. Til að mynda áttum við í Hlíðartúninu ekki VIDEO. Lítið var um myndbönd, en með tilkomu skonrok(k)s með Þorgeiri Ástvalds var nokkur bót ráðin á. Það voru fyrst og fremst sýnd vinsæl popp lög. Þetta voru frábærir þættir, ég mætti alltaf fyrir framan sjónvarpið með kassettu tækið mitt og tók allt um. Svo var hlustað á þetta þar til spólurnar flæktust eða SHARP tækið mitt ældi þeim útúr sér. Mig langaði alltaf að verða rokk stjarna. Það voru ófá kvöldin uppí rúmi sem maður notaði til að fantasera um mikla sviðssigra. Ég var að sjálfsögðu með gítar í hönd spilaði eins og ég ætti lífið að leysa og söng eins og rokk engill. Ekkert af þessu rættist, en það var gaman á meðan á þessu stóð. Ég hlustaði mikið á DIO í gamla dag og mikið hefði maður nú haft gaman af því að sjá þetta myndband með kappanum. Góðar stundir Bjarni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2008 | 18:13
Jóla stemming :)
Bið að heilsa heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 21:00
Matarblogg
Þetta er ferlega skemmtilegt fyrirkomulag og maður kynnist fólki vel.
Svo er ég að fara í mat til Mads og Louse annað kvöld það verður gaman hef ekki hitt þau lengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2008 | 21:18
Kólnandi veður í Álaborg
Annars var ég á tónleikum í gærkvöldi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld. Það var líka rosalega spennandi að fylgjast með fólkinu. Hópurinn var blandaður mjög. Þarna voru mikið af törfum með garn niður á dýnur. Þetta er Bjarnízka og þarfnast kannski útskýringa: Tarfur = þykkur og mikill karlmaður. Garn = Sítt hár. Dýnur = Rass. Þessir menn voru mjög uppteknir af því að þeita flösu útum allt með miklum tilfæringum. Svo voru líka svona venjulegir plebbar eins og ég og þeir sveifluðu skallanum í staðinn. Þetta var mjög skemmtilegt. Aðalnúmer kvöldsins var Opeth sænskir rokkarar. Fanta gott kvöld.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.
Bjarni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 17:15
Tilgangur fréttarinnar
Það var fyrst og fremst þakklæti sem var mér efst í huga ekki að sníkja eða betla eins og þú ýjar að. Það var heldur ekki ég sem stofnaði þennan hóp heldur danskur vinur minn og mér fannst það bara krúttlegt og fallegt það var nú allt of sumt. Þú mátt ekki draga þá ályktun að verið sé að betla. Ég sá á skrifum þínum fyrr að þú varst að lýsa yfir þakklæti vegna Færeyinga og Pólverja, gott mál. Það er það sama og ég er að gera. Það hefur verið talað um það hvað Danir séu dónalegir við okkur á þessu tímum mig langaði að vekja athygli á því andstæða. Það er nú allt og sumt.
Björgum Bjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.11.2008 | 22:44
Kundalini
HÆHÆ Kannist þið ekki við það að maður lítur til baka yfir farinn veg annað slagið? Þetta gerist nokkrum sinnum á lífsleiðinni gjarnan um 25-26 ára og svo uppúr fertugu.
Ég hef verið að fá svona væga útgáfu af þessum upplifunum. Það er nú þannig að það rignir þessi lifandis ósköp í henni Álaborg þessa dagana. Niðurföllin hafa illa undan og mikið af pollum á hjólastígunum. Ég var að hjóla yfir einn af þessum pollum í gær mjög langur og nokkuð djúpur. Þá hjólaði ég til baka um nokkur ár heim í Hlíðartúnið mitt. Ég var á Grifternum mínum og var svo stoltur að ég var að springa. Með þrjá gíra á handfanginu. Og ég var að leika mér að hjóla í pollum og fannst ég alveg ósigrandi. Grifterinn var besta hjól í heimi. Þetta er mynd af hjólinu mínu sem pabbi minn kom með frá Skógum á Egilsstöðum. Gleymi þessu aldrei á meðan ég dreg andann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2006 | 08:52
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Álaborg
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar