Færsluflokkur: Bloggar

Kominn út aftur

Þá er ég kominn aftur út til Álaborgar eftir frábært jólafrí. Það var alveg æðislegt að komast heim og vera með fjölskyldunni sinni. Við brölluðum margt saman fórum nokkrar ferðir á Borgarfjörð og fórum meðal annars í „höllina“ íþróttahús borgarinnar. Þar var spilaður skemmtilegur bolti með fullorðnum og börnum. Allir höfðu gaman af. Okkur finnst alltaf mjög notalegt að koma á Borgarfjörð. Rólegt og gott. Við lentum meðal annars í afmæli hjá Þórey Eika og fengum frábærar veitingar þar.  Mamma var nú líka með kónga veitingar eins og alltaf. Svenni bróðir var hjá okkur yfir gamlárs. Við mölluðum saman fylltan lambahrygg sem var alveg geggjaður.  Annars var þetta bara ofsalega notalegt að komast heim. Alveg frábært að hitta fólkið sitt. Ég gisti svo hjá Bjarna frænda í bænum og flaug út 7 jan. Ég gisti hjá Hjalta eina nótt í Köben. Magnað að hitta kallinn. Við hjóluðum útum allt og skemmtum okkur konunglega.  Ég er núna kominn í skólann og byrjaður að læra á fullu.  Þetta verður fljótt að líða og ég kem svo heim 1. Apríl í 5 mánuði í praktík. Skila loka ritgerðinni í lok desember. Þannig að þetta er allt að hafast. Góðar stundir.
Bjarni

Í gamla daga

Í gamla daga þurfti maður að nota ímyndunaraflið meira heldur en í dag. Til að mynda áttum við í Hlíðartúninu ekki VIDEO. Lítið var um myndbönd, en með tilkomu skonrok(k)s með Þorgeiri Ástvalds var nokkur bót ráðin á. Það voru fyrst og fremst sýnd vinsæl popp lög. Þetta voru frábærir þættir, ég mætti alltaf fyrir framan sjónvarpið með kassettu tækið mitt og tók allt um. Svo var hlustað á þetta þar til spólurnar flæktust eða SHARP tækið mitt ældi þeim útúr sér. Mig langaði alltaf að verða rokk stjarna. Það voru ófá kvöldin uppí rúmi sem maður notaði til að fantasera um mikla sviðssigra. Ég var að sjálfsögðu með gítar í hönd spilaði eins og ég ætti lífið að leysa og söng eins og rokk engill. Ekkert af þessu rættist, en það var gaman á meðan á þessu stóð. Ég hlustaði mikið á DIO í gamla dag og mikið hefði maður nú haft gaman af því að sjá þetta myndband með kappanum. Góðar stundir Bjarni


Jóla stemming :)

julestemningtorv2_medium.jpgÞrátt fyrir að Elva mín telji að ég sé undarleg blanda af Jóakim Aðalönd og Trölla sem stal jólunum þá er ég farinn að hlakka verulega til. Ég er búinn að sitja í grúppu herberginu alla helgina og læra. Í dag fékk ég alveg nóg, tók til fótanna og stökk út. Það stóð blár loginn aftur úr mér. Ég hentist útá götu og hoppaði inní strætisvagn, þetta kann að hljóma fallega og liðlega en það var alls ekki þannig :) Með Ipodinn í eyrunum var ferðinni heitið í bæinn. Ég þrammaði um í tvo tíma um miðbæinn. Skoðaði jólaljós og jólaskreytingar og falleg hús. Gamla pósthúsið og gamla apótekið eru hús sem ég á eftir að sakna. Mér leið svo vel að sjá öll þessi ljóst og jólaskraut um allan bæinn. Það er meira að segja búið að setja fram jólatré. Danir fá sér snemma jólatré.  Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ekki skemmdi fyrir að hafa The mountain goats og Penguin Café Orchestra í eyrunum.
Bið að heilsa heim.

Matarblogg

Ég var í matarklúbbnum mínum í kvöld. Það er á hverjum mánudegi og er rosalega gaman. Það eru stúdenta garða fólk sem sér um að skipuleggja þetta. Hver meðlimur klúbbsins borgar 30 danskar krónur. Við fengum súpu í forrétt og chilli concarné og köku í eftirrétt. Svaka fínt. Það er komið að mér og öðrum félaga næsta mánudag. Við ætlum að hafa frikadellur með hvítkáli og kanel. Eftirrétturinn verður "den du ved nok" kaka sem Louse vinkona okkar Elvu og konan hans Mads vinar Hildar Vöku gaf okkur.
Þetta er ferlega skemmtilegt fyrirkomulag og maður kynnist fólki vel.
Svo er ég að fara í mat til Mads og Louse annað kvöld það verður gaman hef ekki hitt þau lengi.


Kólnandi veður í Álaborg

HÆHÆ það er nú farið að kólna í Álaborg. Ég merki þetta á eigin skinni og líka því að köngullærnar eru farnar að smeygja sér inn. Þær eru ekkert litlar. Þetta eru svona kvikindi eins og maður sér í dýralífsþáttunum, kannski smá ýkjur.
Annars var ég á tónleikum í gærkvöldi. Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld. Það var líka rosalega spennandi að fylgjast með fólkinu. Hópurinn var blandaður mjög. Þarna voru mikið af törfum með garn niður á dýnur. Þetta er Bjarnízka og þarfnast kannski útskýringa: Tarfur = þykkur og mikill karlmaður. Garn = Sítt hár. Dýnur = Rass. Þessir menn voru mjög uppteknir af því að þeita flösu útum allt með miklum tilfæringum. Svo voru líka svona venjulegir plebbar eins og ég og þeir sveifluðu skallanum í staðinn. Þetta var mjög skemmtilegt. Aðalnúmer kvöldsins var Opeth sænskir rokkarar. Fanta gott kvöld.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað.
Bjarni

Tilgangur fréttarinnar

Það var fyrst og fremst þakklæti sem var mér efst í huga ekki að sníkja eða betla eins og þú ýjar að. Það var heldur ekki ég sem stofnaði þennan hóp  heldur danskur vinur minn og mér fannst það bara krúttlegt og fallegt það var nú allt of sumt. Þú mátt ekki draga þá ályktun að verið sé að betla. Ég sá á skrifum þínum fyrr að þú varst að lýsa yfir þakklæti vegna Færeyinga og Pólverja, gott mál. Það er það sama og ég er að gera. Það hefur verið talað um það hvað Danir séu dónalegir við okkur á þessu tímum mig langaði að vekja athygli á því andstæða. Það er nú allt og sumt.

 


mbl.is Björgum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kundalini

 

HÆHÆ Kannist þið ekki við það að maður lítur til baka yfir farinn veg annað slagið? Þetta gerist nokkrum sinnGrifterinn minnum á lífsleiðinni gjarnan um 25-26 ára og svo uppúr fertugu.
Ég hef verið að fá svona væga útgáfu af þessum upplifunum. Það er nú þannig að það rignir þessi lifandis ósköp í henni Álaborg þessa dagana. Niðurföllin hafa illa undan og mikið af pollum á hjólastígunum. Ég var að hjóla yfir einn af þessum pollum í gær mjög langur og nokkuð djúpur. Þá hjólaði ég til baka um nokkur ár heim í Hlíðartúnið mitt. Ég var á Grifternum mínum og var svo stoltur að ég var að springa. Með þrjá gíra á handfanginu. Og ég var að leika mér að hjóla í pollum og fannst ég alveg ósigrandi. Grifterinn var besta hjól í heimi. Þetta er mynd af hjólinu mínu sem pabbi minn kom með frá Skógum á Egilsstöðum. Gleymi þessu aldrei á meðan ég dreg andann.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Um bloggið

Álaborg

Höfundur

Bjarni Þór Haraldsson
Bjarni Þór Haraldsson
Er í verkfræðinámi í Álaborg í Danmörku

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...orv2_medium
  • Grifterinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband