Tilgangur fréttarinnar

Það var fyrst og fremst þakklæti sem var mér efst í huga ekki að sníkja eða betla eins og þú ýjar að. Það var heldur ekki ég sem stofnaði þennan hóp  heldur danskur vinur minn og mér fannst það bara krúttlegt og fallegt það var nú allt of sumt. Þú mátt ekki draga þá ályktun að verið sé að betla. Ég sá á skrifum þínum fyrr að þú varst að lýsa yfir þakklæti vegna Færeyinga og Pólverja, gott mál. Það er það sama og ég er að gera. Það hefur verið talað um það hvað Danir séu dónalegir við okkur á þessu tímum mig langaði að vekja athygli á því andstæða. Það er nú allt og sumt.

 


mbl.is Björgum Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur

Sumir eru bara einfaldlega þannig Bjarni, að þeir geta endalaust grafið eitthvað neikvætt upp varðandi menn og málefni þó ekkert slíkt sé endilega til staðar. Þekki fólk sem er þannig. Þetta er eflaust einhver sérstakur hæfileiki eða náðargáfa.

Þórhildur, 9.11.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Bjarni Þór Haraldsson

Já það er alveg ljóst, takk fyrir stuðninginn.

Bjarni Þór Haraldsson, 9.11.2008 kl. 18:34

3 identicon

er Daninn ekki bara að gera grín að þér?

 Að stofna svona lagað á Facebook tekur 10 sekúndur. Og nú geta þeir hlegið lengi að þér, og að þeir hafi stofnað þessu "gruppu" fyrir þig, vesalinginn. hahaha  :o(

Gangi þér samt vel

áhugasamur (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:04

4 identicon

Bjarni - ekki hlusta á svona neikvæðnisraddir-  hér er allt að fara í kaldakol og í þannig ástandi getur sumt fólk  ekki glaðst yfir neinum jákvæðum fréttum.  Það veitir hins vegar svo sannarlega ekki af því að  heyra eitthvað gott frá útlöndum -  núna á þessum síðustu og verstu....Gangi þer annars allt í haginn frændi sæll :)

Stína (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Áfram Bjarni!

Það er eflaust ekkert grín að vera námsmaður erlendis á þessum sögulegu tímum.   Þú hefur þetta á seiglunni og góðum húmor.

Sigurpáll Ingibergsson, 9.11.2008 kl. 22:43

6 identicon

Hej Bjarne.

Mér finnst þetta fallegt af vinum þínum, það er greinilegt að þar eru á ferðinni góðir félagar... Gott er að eiga góða að. Oft hefur hugur okkar leitað till ykkar. Gangi þér vel í borginni góðu.

Rúna K. (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:44

7 Smámynd: Bara Steini

Ef þetta er svo erfitt þarna úti komdu þa´heim og beittu þínum ráðum hér heima til að bjarga þinni eigin þjóð í staðinn fyrir að fela þig á bak við ástandið.... Þú ert gagnlaus þarna úti.

Bara Steini, 10.11.2008 kl. 01:17

8 Smámynd: Dóra

Ég verð nú að segja það að mér þykir þetta meira en skrítið ...

Við erum hér 400 öryrkjar og ellilífeyrisþegar í Danmörku og erum búin að vera að taka þetta á okkur síðan í mars,,, svona áður en allir fóru að kvarta.. þú ættir kannski að koma á stað stuðningshóp fyrir okkur sem virkilega þurfum á því að halda... Og þá meina ég VIRKILEGA ! Þetta er bara neyð hér á bæ og víðar..

Kveðja frá öryrkja í Esbjerg Danmörku Dóra

Dóra, 10.11.2008 kl. 01:32

9 Smámynd: Anna Guðný

Segi eins og fleiri hér að framan. Gott mál að taka þetta á húmornum. Gangi þér vel þarna úti.

Anna Guðný , 10.11.2008 kl. 01:32

10 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Áfram Bjarni, láttu ekki bitra konu spilla þínum og þinna ágæta húmor og gangi þér allt í hanginn. Ég skil alveg hvernig er að fá svona tusku í andlytið algerlega að ósekju. Frú Dóra getur bara komið hingað og deilt kjörum með öryrkjum hér heima, hér fæst mun meira fyrir íslenskar krónur en í Danmörku.  Eitt af lokum af því ég kannast aðeins við mig í Álaborg...... ef Gaslight er ennþá til og þú kíkir þangað inn eftir að hafa fegnið úr söfnuninni góðu, þá vertu svo vænn að skála fyrir fósturjörðinni og drottningunni en ef ekki þá bara dugar bara næsti bar. 

Jóhannes Einarsson, 10.11.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Líney

Segi nú bara áfram Bjarni,sé ekkert nema  gott í þessu. Gott fyrir þig að eiga  góða að og  alger óþarfi af öðrum að öfundast yfir því.

Líney, 10.11.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álaborg

Höfundur

Bjarni Þór Haraldsson
Bjarni Þór Haraldsson
Er í verkfræðinámi í Álaborg í Danmörku

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...orv2_medium
  • Grifterinn minn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband